Áramótin 2012

Veisla getur ekki farið úrskeiðis þegar maður heldur hana fyrir ástvini. Ef eitthvað klúðrast þá er það bara saga. Sósan fór í kekki en mamma kom og bjargaði henni með sigti. Sósan var of sæt og mamma bjargaði henni með salti og gráðosti. Waldorfsalatið gleymdist úti á svölum en allir fengu sér bara aftur á diskinn og í það skiptið með Waldorfsalati. Fínu bollarnir gleymdust en fólkið fékk sér bara í bolla sem það náði í án undirskála.

Maturinn

Ég bauð upp á tvo hamborgarhryggi. Einn sykurlausan smurðan með blöndu af sinnepi, pizzusósu, sætuefni og ediki og svo annan sem ég gerði eftir kúnstarinnar reglum eldhúsbloggarans í Kleifarselinu. Svo gerði ég kanilsteiktar gulrætur með fersku kóríander og myntu. Sultaðan lauk. Blómkáls og sellerímousse og  svo engifer, chili og hvítlaukssteikt grasker, sveppi og papriku. Fólkið mitt fékk svo aukreitis maí, kóksósu, beikonbitakartöflur með osti og púrtvíssultu. Arnaldur borðaði helst bara ananas og maís og lærði að segja það um leið.

IMG_0583IMG_0582

Pabbi fékk möndluna og Arnaldur borðaði möndlugjöfina eftir að hafa gefið hverjum einum og einasta með sér. Já, það var svolítið skrýtið. Drengurinn fer að sofa kl. 20 á hverju kvöldi. Hann lagði sig að vísu svolítið lengi í gær en tveggja ára guttinn varð bara tryllt partýdýr og skemmti sér með okkur og dansaði fram yfir miðnætti. Hann borðaði mat. Skemmti gestum. Horfði á Skaupið. Kom út að horfa á flugelda og fór svo ekki að sofa fyrr en hann var viss um að afarnir væru farnið heim.

IMG_1002

Eitt gerðum við sem mér fannst mjög skemmtilegt. Við erum með Apple TV á heimilinu. Screensaverinn þar er tengdur við Flickr albúm sem ég gerði í gær.  Þannig að myndirnar úr albúminu birtast á sjónvarpinu. Svo tengdum við Addi Flickr öpp okkar beggja við þetta albúm og tókum myndir í gegnum kvöldið sem við settum í albúmið. Þannig að í gegnum allt partýið birtust myndir úr því í sjónvarpinu. Þetta var dásamleg viðbót við skemmtilega veislu. Svolítið mikið egó og meta en sæll hvað þetta virkaði vel. Þetta verður gert í öllum okkar partýum.


IMG_0993

Arnaldur vaknaði svo klukkan átta í morgun og dró pabba sinn á fætur eftir 3 tíma svefn á meðan mamma djamm sem hafði farið út að dansa eftir eigin veislu fékk að sofa áfram. Dásamlegt alveg.

🙂 Velkomin í 2013. Takk fyrir mig.


Ein athugasemd á “Áramótin 2012

  1. skemmtileg frásögn, Arnaldur frændi glæsilegur eins og alltaf 🙂

Hvað finnst þér?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s