Elísabet Ólafsdóttir (2)

Endurbætt CV

18.6.2016

Elísabet Ólafsdóttir - CV

Elísabet Ólafsdóttir

Ég hef verið sykur- og sterkjulaus í 6 ár fyrir utan 10 daga í fyrra og lést um 40 kg. Ég var mjó í kortér og varð svo ólétt. Ég hafði lést um hálft til eitt kíló á mánuði í rúm fjögur ár og alltaf leið mér vel. Ég pældi ekkert hvað ég var að léttast og kílóin komu mér ekki við þannig séð. Ég var bara á beina og breiða vegi fráhaldsins og vissi að ég væri á réttri braut. Hugsaði aldrei hvað væri hollt eða óhollt, borðaði bara það sem var á listanum. Beisikk og æðislegt.

Svo varð ég mjó og kokkí og tók mér pásu. Á tíu dögum þyngdist ég um 6,7 kg og skreið auðmjúk og undirgefin í samtökin aftur. Frétti svo stuttu seinna að ég væri ólétt og þá pælir maður ekkert í hvort maður sé að fitna. Ég bara stakk bumbunni út og fannst ég bara fín. En nú eru komnir fimm mánuðir síðan ég átti og ég er búin að þyngjast um 5 kg síðan ég átti.

Í fyrsta skipti í sex ár er ég að upplifa mig sem svona leiðinlega feita og sæll hvað ég hef ekki saknað þess. 83 kíló eftir að hafa verið 64 kg fyrir ári er sko ekki eins og að vera 83 kg eftir að hafa verið 104 kg.  Síðast þegar ég var 83 kg var ég að léttast og þetta sýnir mér svo ótrúlega vel hvað hugarfarið skiptir öllu máli. Ég var á hægri, stöðugri og góðri leið niður og nú er ég að fitna, borða yfir tilfinningarnar og er kominn í vítahring fitubolluniðurrifsins. Og ég er að upplifa kvíða, þreytu og vanmátt… svo virðist sem 83 kg eru sami tilfinningalegi botn eins og 104 kg voru 2008. Djöfull er ógeðslega leiðinlegt að vera feit!

Ekki það að allt verði frábært þegar maður verður mjór. Það er ekkert endalaust bleikt ský, sleikur og allir að reyna við mann á dansgólfinu en það er alveg ótrúlega góð tilfinning að hafa ekki áhyggjur af bumbunni sinni. Ég man það. Og ég vil fara aftur á þann stað… það að vera venjuleg að stærð gefur mér nefnilega svo geggjaðan tíma til að hugsa um það sem skiptir máli. Það er ekkert smá ógeðslega leiðinlegt að horfa á tvískipta bumbu því allar sokkabuxur skera inn í naflann og komast ekki í nein föt í skápnum sínum (því auðvitað henti ég öllum bollufötunum á núlleinni). Mér finnst virkilega sorglegt að vera ósátt við spegilmyndina mína og finnast ég skemma myndir af börnunum mínum en það er ágætis huggun í því að vita að ég er í góðu prógrami og að ég sé búin að finna lausnina þó það sé vissulega frústrerandi að vita það að ég verð 2 ár að komast þangað sem ég vil.

Ég var eitthvað að spá í að hætta í fráhaldi yfir jólin og byrja bara upp á nýtt 1. janúar en fattaði svo, verandi ég sem léttist súrrealískt hægt, að þá væri ég beisiklí að bæta heilu ári við leiðina að 64 kílóum. Ókei, hve osomm er það að vita það bara? Þannig að vanmátturinn tengist held ég ekki því að vera aftur feit… því ég veit nákvæmlega hvernig það mun lagast og finn til með öðrum bollum sem hafa ekki fundið sína leið að betri líðan. Það er vangefið erfitt að vita ekki hvað er til ráða…

Og Æ fokk, ég ætlaði ekki að vera alveg svona persónuleg sko. Ég var bara að skoða þennan snilling og vildi deila henni með heiminum mínum og fór í einhverjar bollupælingar. Pís át.

Fyrir nokkrum mánuðum var ég ólétt. Ég var með grindargliðnun og alveg að verða geðveik. Í staðinn fyrir að taka pillur ákvað ég að reyna að hjálpa sjálfri mér og gefa af mér til samfélagsins. Ég gerði þáttaröðina Ólétturáð Betunnar og setti á Youtube.

Ólétturáð #1 – Hvíld

Ólétturáð #2 – Fótsnyrting

Ólétturáð #3 – Klæðnaður

Ólétturáð #4 – Að nýta þjónustur sem í boði eru

Ólétturáð #5 – Hvernig fær maður óléttugló?

Ólétturáð #6 – Að díla við breytingar

Ólétturáð #7 – Samskipti við vini og vandamenn

Ólétturáð #8 – Væntingastjórnun

Ólétturáð #9 – Að læra að hemja tilfinningar sínar

Ólétturáð #10 – Á fæðingardeildinni

Vonandi geta óléttar vinkonur mínar nýtt þessi ráð.

Samvinna ókunnugra á internetinu er eitthvað sem heillar mig alveg inn að beini. Íslenskur strákur í 100 manna smábæ að búa til tónlist með einhverjum gaur í Japan og öðrum í Bandaríkjunum. Allir jafn spenntir og metnaðarfullir fyrir verkefninu og landamæri skipta bara engu máli.

Joseph Gordon-Levitt leikari er búinn að vera að vinna að verkefni í nokkur ár, hitRECord þar sem hann setur fram verkefni og ákallar internetið. Svo sendir fólk inn laglínur, sögur, texta, teikningar, myndbönd, ljósmyndir sem hann ásamt bróður sínum setur saman í stuttmynd. Oft eru þúsundir manna að vinna að einni stuttmynd en allir að skapa einir með internetinu. Enginn bransi. Engin laun. Bara vilji til að vera með og skapa eitthvað fallegt. Og það tekst.

 

 

Þar sem ég er æðislega ólétt og meyr er ég kannski sérstaklega viðkvæm fyrir þessu því ég skældi bara yfir þessum þætti. Finnst þetta svo dásamlegt. Og tilfinningin að heyra að ég…ef mig skyldi kalla skiljiði, veiti öðrum innblástur er mjög sérstök. Ég fékk bréf í morgun frá ókunnugum manni á internetinu. Hann var að pósta myndbandi og sagði í lýsingunni:

There is something I find very inspirational about people dancing like nobody’s watching. In this video compilation, I include some not so well-known YouTube video “dance like nobody’s watching dancers”. In my mind, they are all wonderfully talented people and I loved their videos.

I would like to thank Betan, from Iceland, who through her video inspired me to put this video together.

Ástæðan fyrir því að ég dansaði í Kringlunni var því ég elska tilfinningarússíbana. Ég náði að verða hrædd, stressuð, hamingjusöm, neyðarleg, æðrulaus, þakklát, glötuð, montin, hissa, asnaleg og töff á rúmri mínútu. Það var æðislegt og kom internetinu ekkert við. Svo setti ég þetta á Youtube og tengdist öðrum sem vilja og hafa upplifað það sama. Tveimur árum seinna bankar einhver upp á því hann finnur sig knúinn að deila þessu áfram… Enginn bransi. Engin laun. Bara vilji til að skapa og vera með. Besta er samt að í þessum samtíningi hans Rudi frá Kanada eru líka fullt af klippum frá Kristínu Rut Eysteinsdóttur sem tekur dansinn á annað stig í Bónus. Og nú langar mig að vera vinkona hennar. Internetið maður… það er best!

 

 

Nýjasta feisbúkkvinkona mín minnti á þessa sögu sem ég skrifaði aftur í deginum. Það er ógeðslega gaman að muna svona lítið eftir bullinu mínu að ég get næstum lesið þetta eins og ég hafi ekki skrifað þetta. Næstum haha. En já…best að setja þetta hingað til öryggis.

I measure one-pulled with that you read my story. For it is a story about love, friendship and the sorrows that follow. Yes. I am a girl. A girl from the world. It lies in the eyes upstairs that this story would partly be about me. But on with the butter for here there wont do any mitten-takes.

I am guessing that you come completely from the mountains and you dont have a clue why Im telling you this but you see, I went to a therapist and he told me to. It is the same therapist as the Frontseatadvicesir has. He is very good and dare I say it? Yes I´ll say it. He is mountain handsome. I would do him in a minute. I actually gave him under the leg in one session. He really stood on the duck he was so shocked but then I casually thanked me for my casual words into his garden. I was a bit dissapointed that I couldnt get more of a rise out of him. I had already told him that if he wanted to I could blow him in a green bang. And I offered to pay with kindness but he preferred I paid for the sessions with angry sheep. I think he kind of springtought me.

Okok. On with the butter.

One day I was walking by the pond with my friend who loves the ducks. Hahaha…how he loves the ducks. He is completely out driving about those ducks. The weather was nice so we were gonna give the ducks some stale bread as you do not knowing that it totally fucks up ducks cyckle of life. But we knew. And still wanted to do it. But that day everything went on the back-legs. When we came to the pond there was a book on the bench. My friend took it up looked around and asked people:

–         Hot spring river this book? Anyone?

But nobody answered. He opened the book. It was a book of love poems and in it was written….to my love on our anniversary. My friend went all fire red in the face. Then for some reason he asked me to marry him. I laughed so hard oh my god…I slamlaughed my arse off.

I said:

– You twat. Hahahah….you dont walk whole to the forest. Hahaha…I would never marry you. Never. You have bad skin. You are a pizzaface. It´s disgusting.

For some reason he got really angry and he hissed at me:

–         I will find you on a beach and I will put you infront of a cats nose.

But I just taught in a chest of him and told him that nobody becomes and unbeaten bishop and he should not have fallen in love with me. I mean…we have been friends forever. No way I would marry him. I am in love with my therapist. But yes…apparantly my friend went in some kind of a brokenheart rehab where all these brokenhearted losers stomped steel into him and offered to help him take me to the bakery. But im not scared. For they are losers. I will show him where David bought the ale. I will.

I really dont understand why he is being so dramatic. I really dont. I mean…after all…and i will not sell this more expensive than i bought it but people are saying that he dresses like a lady sometimes. Wouldnt that be a fine raisin at the end of the hot-dog. Hahaha….yes. The only man that has loved me is gay. Hmmmm….hot spring river this book?

Hundar vs. kettir

12.8.2013

Ég hef alltaf verið kattarkona en með hærri aldri og dýpri hrukkum verð ég mýkri í hjartanu og gott ef ekki að ég sér farin að taka hunda fram yfir ketti. Nei, samt… kettir eru kúl og láta ekkert fokka í sér. Ah…ég vil vera læða en er barskjaldaður stórhundur í eðli mínu sem ber hjartað á erminni og bráðna í hvert sinn sem sonurinn segir eitthvað fallegt.

Allavega…sá þetta á internetinu og fór að gráta.

Svo sá ég þetta og hló.

Skrapp í vinnuferð til Akureyrar í þrjá daga og náði að sakna strákanna minna alveg fullt… það sést þar sem ég virðist vera að bráðna á sumum myndunum.🙂
Skype Screen Shot 2013-06-04 at 19.51.45 Screen Shot 2013-06-04 at 19.52.06 Screen Shot 2013-06-04 at 19.53.17 Screen Shot 2013-06-04 at 19.58.13 Screen Shot 2013-06-04 at 19.58.31 Screen Shot 2013-06-04 at 20.00.07 Screen Shot 2013-06-04 at 20.00.22